Vatnajökull Beer victorious

 In News

Vatnajökull frá Ölvisholti var valinn besti bjórinn á nýafstaðinni bjórhátíð á Hólum í Hjaltadal. Hátíðin var haldin í þriðja sinn í byrjun mánaðarins.

Fram kemur á Feyki.is að um hundrað manns hafi mætt á hátíðina og bjór hafi verið á boðstólum frá öllum framleiðendum landsins.

Vatnajökull er bruggaður úr ís úr Jökulsárlóni og fæst einungis á veitingastöðum í nágrenni Vatnajökuls.

Í öðru sæti var svo Arctic Berry Ale frá Vífilfelli – Viking Brugghúsi og Tumi Humall IPA frá Gæðingi Brugghúsi í þriðja.

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.